fbpx

Little my og Stinky eru mætt!

Little My and Meadow

Myndskreytingarnar eru unnar upp úr teiknimyndasögunni „Múmínálfarnir og
halastjarnan“ sem kom fyrst út á ensku árið 1958. Í teiknimyndinni veltir
Múmínsnáði fyrir sér hvers vegna íbúar Múmíndalsins eru að flýja úr dalnum
og ákveður að komast að því í fylgd með Míu litlu og Snorkstelpunni.
Þríeykið leggur af stað í humátt á eftir öllum hinum. Brátt kemur í ljós að
ógnin er halastjarna sem stefnir með hraði á Múmíndal. Múmínsnáði
ákveður að þau verði að búa til björgunaráætlun. Mía litla er áhyggjulaus
eins og venjulega og leggst á bakið í engið á meðan að þau átta sig á hvað
skal gera.
Að lokum ákveða þau að fara heim, enda er það þegar öllu er á botninn
hvolft öruggasti staðurinn til að vera á þegar halastjarnan skellur á. Þar bíða
þau eftir að halastjarnan brotlendi. Sem betur fer fyrir Múmíndalinn kemur
stór flóðbylgja á sama tíma og halastjarnan sem dregur úr styrk
halastjörnunnar öllum til léttis. Snorkstelpan dregur þetta ævintýri saman
með ánægju: „Sagði ég ekki? Það getur ekkert hræðilegt gerst í
Múmíndalnum!“

Stinky in Action

Í sögunni sem veitti myndskreytingunni innblástur hefur Pjakkur
stofnað samtökin Ræningjaklúbbur Pjakks & co. „Við tökum frá
þeim ríku og gefum þeim fátæku“ útskýrir Pjakkur fyrir
Múmínmömmu.
Dýrmæta handtaskan hennar Múmínmömmu er horfin og allir, þar
á meðal sjálfur lögreglustjórinn, eru að leita að henni. Fljótlega
tekur Múmínsnáði eftir því að hundur sem hefur elt hann daginn út
og inn ber töskuna – en vill ekki gefa hana til baka.
Pjakkur stekkur til, grípur í skottið á hundinum og neyðir hann til
að sleppa handtöskunni hennar Múmínmömmu. Múmínmamma
segir þakklát „Nú átta ég mig á því að samtökin þín geta komið að
góðum notum“. Pjakkur svarar: „Auðvitað, en hversvegna ertu
aldrei með neina peninga í töskunni þinni?“

Nýju Moomin vörurnar er hægt að versla hér fyrir neðan:

Við notum kökur til að bæta síðuna okkar. Geymdar eru kökur með heimsóknartölfræði sem eingöngu eru notaðar af Motivo.