Iittala Nappula kertastjaki 4arma Dökkgrár
24.990 kr.
Uppselt
Glæsilegur 4 arma kertastjaki úr Nappula línunni frá iittala. Stjakinn eru framleiddir úr stáli og fæst í tveimur litum, hvítu og dökkgráu. Í þá passa mjó, klassísk kerti, sprittkerti og kubbakerti sem gerir hann einkar fjölhæfan. Armarnir fjórir eru ekki bara fallegir undir kerti allt árið um kring en sérstaklega fallegt er að skreyta stjakann og nota sem aðventukrans um hátíðarnar.
Iittala er finnskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir skrautmuni og borðbúnað fyrir heimili. Saga Iittala hófst árið 1881, en til að byrja með framleiddi fyrirtækið margskonar glervörur. Í byrjun 20. aldar færði fyrirtækið út kvíarnar með því að hefja framleiðslu á leirvörum og síðar á stálvörum. Hugmyndafræði Iittala er mótuð að miklu leiti eftir hönnuðinum Kaj Franck sem sagði að allir hlutir ættu að vera nytsamlegir, endingargóðir og hagnýtir.