Fiskastykki Skata Gult

2.990 kr.

Á lager

Vörunúmer: VA135 Flokkur: Merkimiðar: ,
Lýsing

Gæða viskastykki með fiskamynstri sem kallast því skemmtilega nafni „Fiskastykki“ Þorláksmessuskatan er umdeildasta máltíð landsins, ekkert kanski í því. Bara JÁ eða hart NEI. Vestfirðingar eru hrifnari af kæstri skötu en aðrir landsmenn enda er hún vestfirsk að uppruna. Víða í fiskveiðiflotanum er kæst skata á borðum vikulega þó landkrabbar þekki hana nær einungis sem Þorláksmessuhefð.

Efni: 100% Bómull

Stærð: 50 x 70 cm

 

Nánar
Litur

Hvítt

,

Gult

Stærð

Vörulína

,

,

Vörumerki

Um vörumerkið
Hönnuður fiskastykkjanna, :Orn Smári dregur innblástur sinn úr hafinu. Ungur var hann sendur vestur á firði þar sem eðlileg afþreying fyrir unga drengi var að sitja saman á bryggjusporðinum og dorga. Að fara með frændum á smáum bát með utanborðsmótor að vitja grásleppuneta var hin mesta upplifun. Fisksalarnir og sjómennirnir Gísli Ben, pabbi hönnuðarins og Benjamín Jónsson, afi hans hafa haft meiri áhrif en þá grunaði þó svo að :Orn Smári nálgist hráefnið á annan hátt en þeir. Fisksölum fylgdu óteljandi ferðir suður með sjó að sækja ferskan fisk ýmist seint að kvöldi eða eldsnemma að morgni. Uppskipun var með einföldum hætti, beint á pallbílinn, Chevrolet 1952 árgerð og segl strengt yfir. :Orn Smári gekk í eigin reynslubrunn af síldar- vinnu í Kópavogi um miðjan 7. áratuginn þegar hann hannaði sitt fyrsta frímerki áratugum síðar. Síst átti hann von á að fisksala myndi liggja fyrir honum.