Múmmin pabbi og Hemúllinn
Nýjustu vörurnar í klassísku vörulínu Moomin frá Arabia eru tvö matarsett, myndskreytt Múmínpabba og Hemúlnum. Myndirnar sýna tvær af dáðustu persónum Múmíndals að sinna sínum uppáhalds verkum og áhugamálum. Múmínpabbi sinnir fjölskyldunni og heimilinu en Hemúllinn eltist við sjaldgæfar plöntutegundir. Nýjungarnar eiga að sýna okkur töfrandi augnablik, sem helst gerast þegar við tökum frá litla stund fyrir okkur sjálf til þess að vera við sjálf.
Með útgáfu nýju vörulínunnar munu eldri bláu Múmínpabba vörurnar hætta í framleiðslu en Hemúllinn snýr aftur í klassísku vörulínuna eftir tíu ára hlé.
Hér er hægt að nálgast vörurnar með Múmínpabba sem eru að hætta í framleiðslu:
Nýju Múmínpabba og Hémúls vörurnar bjóða þér að kanna kraftaverkin sem finnast í náttúru Norðursins. Hvort sett inniheldur 30cl krús, skál 15cm og disk 19cm fáanleg í sitthvoru lagi. Nýju settin eru dásamleg viðbót í klassísku vörulínu Moomin by Arabia þar sem eitthvað nýtt bætist við á hverju ári. Líkt og alltaf þegar um klassísku vörulínuna er að ræða er tímalaus hönnunin úr smiðju Teema línunnar eftir Kaj Franck.
Á heillandi gráu matarsettinu má sjá Múmínpabba við vetrarundirbúning á Múmínhúsinu til þess að tryggja að fjölskyldunni verði hlýtt á meðan þau leggjast í vetrardvala. Kuldinn helst úti og hitinn inni í húsinu eins lengi og til er nægur eldiviður og gluggarnir eru vel einangraðir með plötum. Í ár hefur Múmínmamma ákveðið að fjölskyldan muni sofa í eigin rúmum en ekki í heyinu eins og hefðin er.
Á fallega gulu matarsettinu er síðan Hemúllinn í aðalhlutverki, en hann snýr nú aftur í klassísku vörulínuna
eftir tíu ára hlé. Sú planta er ekki til sem ekki kveikir safnaraeðlið í Hemúlnum. Myndskreytingarnar eru byggðar á bókinni Pípuhattur galdrakarlsins eftir Tove Jansson.
Sagan segir frá Hemúlnum sem ferðast til eyju Hattífattanna þar sem hann finnur einstaklega sjaldgæfar plöntur – frábærar viðbætur í plöntusafnið hans. Á bakhlið bollans og skálarinnar byggir Hemúllinn eldstæði úr greinum til þess að þerra klæðin sín eftir að þau urðu gegndrepa í rigningunni.
Nýju Moomin vörurnar er hægt að versla hér fyrir neðan:
-
Moomin bolli Moomin pappa Grey3.995 kr.
-
Moomin diskur Moomin pappa Grey4.990 kr.
-
Moomin skál Moomin pappa Grey4.900 kr.
-
Moomin bolli Hemulen Yellow3.995 kr.
-
Moomin diskur Hemulen Yellow4.990 kr.
-
Moomin skál Hemulen Yellow4.900 kr.