IITTALA VÖKVUNARFLÖSKUR
Í takti við þema og áherslur hjá Iittala árið 2020 kynnir Iittala inn nýja og hagnýta vöru á markað, tvær vökvunarflöskur. Þær eru gagnleg leið til að vökva plöntur á stundum þegar fólk er ekki heima. Fylla á vatnsflöskuna með hreinu vatni og ýta henni varlega í moldina í uppréttri stöðu. Vatnsflaskan sér til þess að plantan sé vökvuð með jöfnu millibili í u.þ.b. viku. Flöskurnar koma tvær í pakka, í tveimur stærðum.
Gerð er lítil hola í moldina með t.d. priki. Holan á að vera í svipaðri stærð og spjótið á flöskunni og best er að hafa hana í jaðri pottarins svo rótin skemmist ekki. Fyllið flöskuna með vatni og ýtið í uppréttri stöðu varlega ofaní moldina. Vökvunin verður jöfn og þétt í allt að viku. Ein flaska er passleg fyrir minni plöntur en stærri plöntur gætu þurft 2 flöskur.
Sniðug lausn fyrir fólk á faraldsfæti sem vill hugsa vel um plönturnar sínar.
Hér getur þú verslað flöskurnar hjá okkur.