Nýjar Moominvörur – Moominmamma og Fillyjonk
Við vorum að fá æðislegar nýjungar í Moomin vörulínuna. Aðalpersónurnar að þessu sinni eru Múmínmamma og Fillífjónkan sem skreyta vörurnar og koma þær í fallegum pastel litum sem gaman verður að bæta við safnið.
Vörurnar fóru í sölu á Íslandi í dag 15. mars.
Múmínmamma
Múmínmamma er máttarstólpi Múmíndals og hjarta Múmínhússins, blíð og snjöll móðurímynd sem lætur ekkert á sig fá.
Fjölskyldan nýtur ekki bara góðs af samkennd hennar heldur er hún tilbúin að hugsa vel um alla þá sem heimsækja Múmínhúsið.
Múmínmamma kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hún er með vinnukonu á heimilinu af því að Fillífjónkan telur að fjölskyldan þurfi aðstoð við að ná reiðu á óskipulagða heimilið.
Fillífjónkan prýðir bolla, skál og disk.
Fillífjónkan
Frú Fillífjónka er þriggja barna móðir og er hún afar snyrtileg og skipulögð manneskja. Hún er heltekin af heimilisþrifum og er uppá sitt besta þegar henni gefst færi á að skipuleggja almennilega vorhreingerningu.
Dag einn mætir geðlæknir í Múmíndal og læknar frú Fillífjónku af hreingerningar-áráttunni. Þegar heimili hennar fer smám saman að hrörna ákveður Múmínmamma á sinn einstaka hátt að aðstoða Fillífjónkuna við að fá aftur ástríðu fyrir þrifum.
Fillífjónkan prýðir bolla, skál og disk.
Þekkir þú einhvern sem svipar til Fillífjónkunar?
Hægt er að versla nýju Moomin vörurnar hér fyrir neðan:
-
Moomin diskur Fillyjonk4.990 kr.
-
Moomin skál Fillyjonk4.990 kr.
-
Moomin bolli Fillyjonk3.995 kr.
-
Moomin diskur Moominmamma4.990 kr.
-
Moomin skál Moominmamma4.990 kr.
-
Moomin bolli Moominmamma3.995 kr.