fbpx

ÞJÓNUSTUSTÚLKA MÚMÍNMÖMMU, MISABEL, FÆR SÍNA EIGIN VÖRULÍNU.

Þjónustustúlka Múmínmömmu, Misabel, fær sína eigin vörulínu hjá Arabia. Samhliða þeirri línu kemur endurnýjuð vörulína með Snorkstelpunni þar sem hún mátar bikini með fjólubláum bakgrunni. Myndskreytingin er byggð á teiknimyndasögunni ”Moominmamma’s Maid” eftir Tove og Lars Jansson frá 1956. Myndskreytingar Snorkstelpunnar eru hins vegar frá myndasögunni ”Moomin on the Riviera” frá árinu1955.

Saga um þjónustustúlku

Sagan af þjónustustúlku Múmínmömmu birtist árið 1956 í myndasögunni ”Moominmamma’s Maid”. Í myndasögunni verður Misabel þjónustustúlka Múmínfjölskyldunnar. Hún á hund sem heitir Sorry-oo.

Misabel eða Krísa á íslensku, er yfirleitt stressuð, sérstaklega þegar hún er að þrífa. Hún lítur út fyrir að vera vansæl í svuntunni sinni, en aðstoðar Múmínmömmu við ýmiskonar heimilisverk. Misabel treystir hundinum sínum Sorry-oo fyrir leyndarmálum sínum og erfiðleikum. Snorkstelpan kemst að því og aðstoðar Misabel að leysa vandamálin. Misabel og Sorry-oo verða mjög fegin að fá slíka aðstoð og læra að leika sér og hafa gaman líkt og restin af Múmínfjölskyldunni.

Í myndskeytingunni er Misabel að vaska upp. Múmínmamma lýsir því yfir að hún noti einungis regnvatn til að vaska upp. Misabel verður starsýnt á haugana af óhreinum diskum og man að það hefur ekki rignt í langan tíma. Á hinni hlið könnunnar er Misabel að þrífa golfmottu. Múmínmamma segir henni að hún sé vön að þrífa þær með því að synda með þeim.

Misabel

Snorkmaiden

Snorkstelpan er hégómafull en útsjónasöm

Myndskreytingar af Snorkstelpunni kemur frá teiknimyndasögunni ”Moomin on the Riviera” árið 1955. Snorkstelpunni og Múmínpabba leiðist og dreymir um lúxuslíf á ströndinni. Eftir að hafa siglt til Frakklands stendur Múmínfjölskyldan frammi fyrir mörgun óhöppum og misskilningi.

Snorkstelpan nýtur þess að vera miðpunktur athyglinnar. Hún er heillandi og elskar að vera heilluð. Hún er kvenleg og hégómafull (e.vain) en á sama tíma útsjónasöm. Hún fer í spilavíti og vinnur sér inn smá pening og notar hann til að kaupa sér bikini.

Í myndskreytingunni er Snorstelpan að máta bikini í fyrsta skipti en finnst spegilmynd sín lítið skemmtileg. Hún hefur heldur aldrei prófað að vera með varalit og virðist ekki finna hentugt svæði á vörum sínum fyrir litinn eins og sjá má á einni hlið könnunar. Snorkstelpan er ein vinsælasta persóna Múmínfjölskyldunnar.

Persónurnar eru málaðar með höndunum.

Myndskreytir Arabia til lengri tíma, hún Tove Slotte, byrjar ávallt hönnunarferlið á því að fletta í gegnum skáld- og teiknimyndasögur Tove Jansson. Í Múmínsögunum eru yfir hundrað persónur en aðeins nokkrar þeirra fá eigin línu frá Arabia. Minni þekktar persónur eins og Misabel eru kynntar almanningi í gegnum sögur sem innihalda einnig þekktar persónur eins og Snorkstelpuna. Þegar Slotte finnur viðeigandi myndir af persónunni, þá aðlagar hún þær í réttar stærðir fyrir vörulínuna.

”Ég fjarlægi persónurnar frá bakgrunni þeirra og skapa ákveðna atburðarás í kringum þær. Eftir að hafa teiknað útlínurnar, hanna ég litrófið og lita bakgrunninn með höndunum. Upphaflega teikningin er skönnuð inn þar sem handteiknuðu verkin prentast stafrænt á keramikið með tækni sem kallast Heat&Relase prentun” segir Tove Slotte, þar sem hún lýsir mismunandi skrefum í tveggja ára vöruþróunarferli.

Við notum kökur til að bæta síðuna okkar. Geymdar eru kökur með heimsóknartölfræði sem eingöngu eru notaðar af Motivo.