fbpx

MOOMIN SUMAR 2020

Moominálfarnir eyða sumarnótt undir stjörnunum í nýju sumarlínunni sem heitir Relaxing.

Múmínálfarnir eyða sumarnótt undir stjörnunum.

Í tilefni af 75 ára afmæli Moomin mun ein evra með hverjum seldum bolla renna til OURSEA sjóðsins en þeir vinna að verndun hafsins.

Sumarlína Moomin heldur áfram sumarið 2020 og minnir okkur á hvernig við getum notið sumarsins utandyra. Árið 2020 markar einnig að 75 ár eru liðin frá því að Tove Jansson skrifaði sína fyrstu Moomin sögu. Til að fagna þessum áfanga verður sumarlínan hluti af #OURSEA herferð til að safna milljón evra fyrir verndun hafsins, nánar tiltekið Eystrasalts.

Áhyggjulaus sumardagur í Múmíndalnum

Myndskreytingar sumarlínunnar eru byggðar á teiknimyndasögu Tove Jansson ”Moomin Valley Turns Jungle” sem gefin var út í Englandi 1956. Myndirnar sýna heitan sumardag og Múmínfjölskyldan hefur ákveðið að koma sér fyrir í garðinum.

Múmínmamma fær þá hugmynd að öll fjölskyldan ætti að sofa úti. Múmínsnáðinn og Snorkstelpan hjúfra sig saman undir teppi og Múmínpabbinn setur upp hengirúmið sitt. Múmínmamma elskar að sofa utandyra og er einstaklega ánægð að hafa fengið fjölskylduna til að hafa ánægju af því líka. Mía litla finnur ílát úr sjónum, þar ofan í finnur hún suðræn fræ. Múmínsnáðinn verður mjög spenntur og biður Múmínmömmu að planta þeim, sem hún gerir. Sólin sest en fjölskyldan heldur áfram að njóta sumarsins í garðinum.

#OURSEA – Er með markmið um að safna einni milljón evra til hreinsunar Eystrasaltsins. 

Tove Jansson elskaði sjóinn. Í sögum hennar finnst Múmínálfunum hann einnig vera uppspretta hreinleika og gleði.

Sumarið 2018 lenti Eystrasaltið í miklum hremmingum og fékk versta tilfelli sýanóbaktaría (cyanobacteria) í tvo áratugi.

Okkar kynslóð hefur ennþá tækifæri til að snúa þessu í rétt horf og bjarga einu mengaðasta hafi í heimi.

“Við viljum gera komandi kynslóðum kleift að njóta blómlegs Eystrasalts, líkt og Múmínálfarnir gera”.

Segir Nora Haatainen frá Fiskars Regional Brands and Licensing.

Fyrir hvern seldan bolla mun ein Evra renna til John Nurminen sjóðsins og vinnu hans við að hreinsa Eystrasaltið og vernda arfleið þess.

Þessi herferð hefur veitt öðrum fyrirtækjum innblástur en hver sem er getur lagt hönd á plóg í þessu verkefni.

”Jafnvel framlag upp á 10 evrur mun bæta ástand Eystrasaltsins og hjálpa til við að hreinsa 40 kg af sýanóbakteríum. Hægt er að styrkja herferðina á heimasíðunni www.oursea.fi með frjálsum framlögum eða kaupa Múmínvörur merktar #OURSEA”

segja aðstandendur herferðarinnar.

Vörur í sumarlínunni:

Við notum kökur til að bæta síðuna okkar. Geymdar eru kökur með heimsóknartölfræði sem eingöngu eru notaðar af Motivo.