Nailberry handáburður
3.695 kr.
Á lager
Lýsing
Handáburður sem nærir og mýkir | 99% náttúruleg innihaldsefni.
Mýktu og nærðu hendurnar með þessum létta og rakagefandi handáburði frá Nailberry. Hann dregst hratt inn og skilur húðina eftir silkimjúka og vel nærða. Formúlan inniheldur lífvirkt retínól, ceramíð og náttúrulegar ilmkjarnaolíur úr eucalyptus og blóðappelsínu – sem gefa húðinni ferskan blæ og líflega áferð.
Hentar vel til daglegrar notkunar – fyrir mjúkar og vel hirtar hendur.
Nánar
Vörulína | |
---|---|
Stærð | |
Vörumerki |
Um vörumerkið
Nailberry eru sannkölluð lúxus naglalökk, þau hleypa í gegn raka og súrefni. Eru eiturefnalaus, vegan, næra, anda, endast og þykja framúrskarandi smart. Fagfólkið keppist um að dásama Nailberry L’Oxygéné. Þau hafa hlotið hina kærkomnu vottun PETA “cruelty free” og þau eru vegan.
L’Oxygéné eru án ALLRA, eða 12 skaðlegustu efnanna sem almennt er að finna í naglalökkum.
Þau eru: Formaldehýð Túlín Kemísk kamfóra DPB (skaðleg þalöt) Formaldehýð kvoðu (resin), xylene, ethyl tosylamide, triphenyl phosphate, alkóhóls, parabena, dýraafurða & glútens (sem er ekki sjálfgefið).
Nailberry L’Oxyéne henta því ekki bara flestum heldur öllum. Þar með talið óléttum konum, börnum og líka þorra þeirra sem þjást af allskyns ofnæmum. Þau sameina í senn fegurð og hreinleika og það ekkert gefið eftir þegar kemur að heilsusamlegum snyrtivörum. Neglurnar koma vel nærðar undan Nailberry L’Oxygéné. Þau hafa unnið til virtra verðlauna sem eru :
Besta alþjóðlega bjútí heilsuvaran (Natural Health International Beauty Award 2016) og aftur komið í úrslit fyrir 2017.
Nailberry naglalökkin eru hugarsmíð Soniu Hully sem hóf að þróa Nailberry fyrir fimm árum. Hún ákvað strax í upphafi að gefa engan afslátt, hvorki af heilsunni né hátískunni. Í dag hafa Nailberry naglalökkin öðlast sess sem hátískuvara sem notast er við á tískuvikum í stórborgum.