Lýsing

Moomin glösin frá Arabia sýna glaðlegar teikningar Tove Slotte af kunnuglegum karakterum úr Múmíndal. Múmínsnáðinn, Snorkstelpan, Mía litla, Múmínmamma, Múmínpabbi og Forfaðirinn leika sér í vatni, hver á sína vegu. Glösin eru hönnuð og framleidd í Finnlandi og henta vel fyrir börn á öllum aldri.
Glösin eru sérstaklega handhæg fyrir litlar hendur, en nýju glösin eru nettari en þau sem fyrir eru. Einnig er þyngdarpunktur glassins í botninum svo drykkurinn ætti síður að hellast niður. Glösin eru 22 cl, staflanleg og má þvo í uppþvottavél.

Hinar sívinsælu Moomin vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.

Nánar
Stærð

Vörulína

Vörumerki

Um vörumerkið
Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.