Kaffivél í tímalausri og klassískri hönnun, úr ryðfríu stáli með glansandi yfirborði. Sjöstrand kaffivélin er með háþrýstipumpu (19 barómetrar) sem ásamt heitu vatni við rétt hitastig tryggir að öll bragðefni kaffisins komi fram í fullkomnu jafnvægi. Og nákvæmlega eins og á öllum bestu ítölsku kaffibörunum þá fyllir Sjöstrand kaffivélin bollana á 25 til 30 sekúndum, hinn ákjósanlegi tímarammi. Hægt er að nota bæði Sjöstrand hylki í vélina ásamt öðrum hylkjum sem passa í Nespresso vélar.
Grunnhugmyndin á bakvið Sjöstrand er að selja vörur með klassíska hönnun sem stenst tímans tönn. Kaffihylkin frá Sjöstrand eru fyllt með besta mögulega kaffi sem baunabeltið hefur uppá að bjóða – 100% lífrænt ræktað. Hylkin eru framleidd úr sterkju og plöntutrefjum og má því henda með lífrænum úrgangi. Að sjálfsögðu er ekki skaðlegt að henda þeim með heimilssorpi þar sem þau brotna hratt niður. Þá er Sjöstrand kaffið Fairtrade vottað.
Sjöstrand er sænskt fyrirtæki, stofnað í Skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Innblásturinn kemur frá náttúrunni, nálægðinni við stórborgina og ástríðunni fyrir kaffi.