Vörur, Skemmtilegar vörur, Fréttir

SKEMMTILEG OG NÁTTÚRULEG LEIKFÖNG

PLAN TOYS

Plan Toys er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðar leikföngum. Frá árinu 1981 hefur teymi Plan Toys unnið markvisst að því að framleiða hágæða viðar leikföng með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærni og vernda umhverfið, nota náttúrulegustu hráefni sem möguleiki er á og endurnýta allan efnivið sem fellur til í framleiðsluferlinu.

SJÁLFBÆR EFNIVIÐUR

gummitreendurnytt

Gúmmítré Endurnýtt

Allar vörur PlanToys eru gerðar úr náttúrulegum gúmmítrjám sem eru ekki lengur að framleiða latex. Enginn áburður er settur í jarðveginn þremur árum fyrir uppskeru til þess að tryggja það að allur viðurinn sé eiturefnalaus.

urrkunaradferd

Þurrkunar aðferð

TIl þess að gera viðinn endingargóðann notar PlanToys eiturefnalausa ofnaþurrkunaraðferð.

planwood

PlanWood™

Þeir fundu upp á aðferð þar sem alllur viður sem fellur til við framleiðslu er nýttur. Hann er malaður niður í fínt sag og notuð sérstök hitameðferð til þess að búa til form fyrir leikföng sem nefnd eru PlanWood. Þessi viður er svo nýttur með harðvið til þess að búa til hágæða, örugg og sjálfbær leikföng.

ezero

E-Zero (Non-Formaldehyde Glue)

PlanToys láta engin smáatriði framhjá sér fara. Öll leikföngin er eiturefnalaus þar sem þeir notast við vottað E-Zero lím án nokkurs formaldehýðs í staðin fyrir venjulegt trélím.

lifraentlitarefni

Lífrænt litarefni

PlanToys hefur skuldbundið sig til þess að nota eingöngu umhverfisvæn efni í leikföngin sín. Lífræna litarefnið er notað í PlanWood framleiðsluna, bæði gott fyrir börnin og umhverfið.

vantslitarefni

Vatnslitarefni

PlanToys notar einnig vatnslitarefni í leikföngin sín, þar að leiðandi er ekkert blý eða málmur í þeim.

blekogpappir

Blek & Pappír

Endurunninn pappír og soya blek er notað í allt prentað efni. Soya blek er niðurbrjótanlegt í náttúrunni.

SJÁLFBÆR FRAMLEIÐSLA

[mk_page_section]

atsm

ATSM & EN71

PlanToys framkvæmir innra gæðaeftirlit til þess að tryggja að leikföngin þeirra séu framleidd í sem bestum gæðum, áður en þau eru send til utanaðkomandi aðila fyrir alþjóðlegt gæða eftirlit. Allar vörur hjá þeim skara fram úr alþjóðlegum öryggisstöðlum, m.a bæði ASTM og EN71.

ohsas

OHSAS 18001 & SA 8000

OHSAS 18001 vottun er til þess að staðfesta heilbrigt vinnu umhverfi, bæði hvað varðar öryggi og heilsu starfsmanna á skrifstofum og framleiðslu. PlanToys er einnig með SA 8000 vottun fyrir að veita öllu starfsmönnum jöfn tækifæri og tryggja að ekki sé brotið á rétt þeirra  á neinn hátt.

iso

ISO 9001 & ISO 14001

PlanToys er með ISO 9001 vottun fyrir gæða vörur og þjónustu á heimsvísu sem og ISO 14001 vottun fyrir framúrskarandi umhverfisstjórnun.

vistvaenframleidsla

Vistvæn Framleiðsla

Plan Toys er kolefnishlutlaust fyrirtæki og í samstarfi Plan Group er árlega plantað trjám til þess að binda kolefni framleiðslunnar. Í fyrra var yfir 3.900 trjám plantað.

solarorka

Sólarorka

PlanToys notar sólarorku til þess að framleiða rafmagn á leikfangasafninu sem þeir hafa byggt upp á svæðinu.

biomass

Biomass Gasification Power Plant

Það er engu sóað hjá PlanToys, viðarbútar og allt sem fellur til við framleiðslu er nýtt til framleiðslu á rafmagni fyrir alla verksmiðjuna sem og nálæg bæjarfélög.

SJÁLFBÆR HUGUR

childrenmuseum

PlanToys® Children Museum

Leikfangasafnið í Trang segir sögu leikfanga allstaðar að úr heiminum. Þetta eru leikföng úr allskonar efnivið, svo sem málm, plasti og við. Frá opnun árið 2000 hafa yfir 110.000 manns heimsótt safnið. Safnið er skemmtilegt fyrir allan aldur, fræðandi og kennur börnum um náttúruna, samfélagið og umhverfið okkar ásamt því að leyfa ímyndurnaraflinu að njóta sín.

forestprogram

Plan Loves Forests Program

Á hverju ári með Plan Group er plantað trjám í “Plan Loves” gróðursetningar verkefninu hjá Plan Toys. Þeir velja svæði sem þurfa helst á því að halda og hafa nú þegar plantað um 50.000 trjám í Chaiyaphum og áætla að halda því áfram næstu 10 árin.

bornogsamfelag

Börnin og samfélagið

PlanToys styrkir börnin í samfélaginu með félagsstarfi til að hvetja þau til þess að vera virk utan skóla í uppákomum sem bæði fræðir þau og örvar.

foundation

Sarnsaeng-Arun Culture &
Environmental Foundation

Marmið PlanToys er að hvetja fólk til þess að hugsa betur um umhverfið og hafa þau stofnað sjóð sem heldur utan um almenningsbókasafn, almenningsgarð og tímarit sem einblína á umhverfið og heilbrigðan lífsstíl, sem og önnur minni verkefni.

happyorganisation

Happy Organization

Til að stuðla að frekari ánægju starfsmanna veita Plan Toys þeim tækifæri á að kaupa allar vörur á kostnaðarverði.

mommade

Mom-Made Toys Project

Á 30 ára afmæli PlanToys var “Mom-Made Toys” verkefnið sett á laggirnar, með það í huga að búa til leikföng sem hjálpa þroskaskertum eða fötluðum börnum. Í samstarfi með LOWE Thailand og mæðrum barna með sérstakar þarfir voru búin til sérstök leikföng. Eitt leikfangið er fyrir börn með heilalömun, annað fyrir einhverfu og það þriðja fyrir sjónskert börn.

Hér getur þú verslað leikföngin frá Plan Toys