Lýsing
Bantry C bakpokinn frá Roka er frábærlega hannaður með vasa að framan og öruggum vasa að innan ásamt bólstruðu geymsluhólfi fyrir 15″ fartölvu eða spjaldtölvu. Þessi taska er frábær í ferðalagið, skólann og gönguferðina.
- Ytra lag: Veðurþolið matt nælon ( þrefalt húðað)
- Innra lag: Veðurþolinn strigi ( þrefalt húðað)
- Fóður: Matt nælon
- Ólar: Bómull
- 40cm x 30cm x 12cm.
Hugmyndin að fyrstu Roka töskunni fæddist í London hjá Brett eftir að hafa fylgst með fólki ganga til vinnu, börn fara í skóla, ferðamenn og göngufólki úti í alls kyns veðri. Hann áttaði sig á því að hann þyrfti að hanna góða, veðurþolna tösku fyrir alla, alla daga og fyrir hvert tækifæri. Bakpokarnir frá Roka London standa sig þvi vel í íslenskri veðráttu, þeir eru sterkir, léttir og vatnsheldir.