Lýsing
Sjónvörp eru kassi fullur af svo mörgum mismunandi heimum, heimum sem þú getur skoðað með TV Bot!
Öll vélmenni Mr and Mrs Tin eru takmörkuð við 2000 stykki um allan heim. Þannig að í raun ertu að kaupa söfnunargrip sem verður verðmætari með árunum sem líða.
Vélmennin eru ca 15 cm á hæð.
Mr and Mrs Tin vörumerkið fæddist út frá ástríðu Alain De Rauw á Tin leikföngum. Sem barn elskaði hann að leika við vélmennin sín og nota ímyndunaraflið. Hann hefur unnið fyrir mörg leikfangafyrirtæki og í dag er hann alþjóðlegur sölustjóri hjá Plan Toys. Til að deila ástríðu sinni fyrir vélmennum og vintage leikföngum stofnaði hann sitt eigið leikfanga merki Mr and Mrs Tin.