Lýsing
Frábært serum fyrir allar húðgerðir sem má nota daglega, bæði kvölds og morgna. Það er laust við ilmefni og má nota í kringum augnsvæðið. Gefur góðan raka og lyftingu.
Nota á Serum A á húðina eftir hreinsun og áður en dagkremið er sett á. Þunnt lag er sett á bæði andlit og háls.
Serum er vökvi sem gefur húðinni ofurskot af næringu af mjög virkum innihaldsefnum sem hjálpa til við að halda húðinni í góðu jafnvægi. Serum er ekki rakakrem, heldur einstaklega rík formúla af efnum sem að draga sig fljótt inn í húðina. Serum eru til dæmis sérstaklega góð að vinna gegn öldrun húðarinnar, oft betur heldur en rakakrem. Serum ná í dýpri lög húðarinnar vegna þess að þau innihalda efni sem hafa minni sameindir (e. molicules) sem leyfir þeim að fara auðveldar og hraðar inn í húðina.
Serum er talið ein áhrifamesta húðvaran sem hægt er að nota gegn öldrun húðarinnar (fyrir utan það að nota sólarvörn sem fyrirbyggjandi gegn öldrun) en það er út af virkni innhaldsefnanna.
Vottað lífrænt frá Ecocert Cosmos og vottað af Norræna svansmerkinu.
Inniheldur:
Aloe Barbadensis Leaf Extract, Aqua, Coco-Caprylate, Glycerin, Zea Mays Starch, Brassica Campestris Seed Oil, Brassica Napus Seed Oil, Vaccinium Macrocarpon Fruit Water, Simmondsia Chinensis Seed Oil, Pentylene Glycol, Betain, Sodium PCA, Pyrus Malus Fruit Water, Caprytic/Capric Triglyceride, Sodium Levulinate, Hydrolyzed Wheat Protein, Xanthan Gum, Cucumis Sativus Fruit Extract, Sodium Hyaluronate, Tocopherol, Ribes Nigrum Fruit Extract, Glycine Soja Oil, Algae Extract, Citric Acid, Sodium Benzoate, Potassium Sorbate. ingredients from organic farming. 99% natural of origin. 72% of the total ingredients are from organic farming.
Meraki vörurnar eru hannaðar og þróaðar í Danmörku – innblásnar af skandinavískri fagurfræði og framleiddar með ást og virðingu fyrir fjársjóði náttúrunnar.