Lýsing
Æðislegt lífrænt vottað handkrem til daglegrar notkunar frá Meraki sem inniheldur lífrænt aloe vera, möndluolíu og kakósmjör. Kremið mýkir og gefur góðan raka án þess að vera fitugt. Tilvalið að setja á bakka við vaskinn ásamt handsápu til að skapa einfalt og stílhreint útlit.
Hægt er að velja um 3 ilmi: Northern Dawn, Linen Dew og Silky mist.
Northern Dawn ilmurinn er með ferskri appelsínu, sedrusvið og balsamik með léttu, sætu ívafi.
Meraki vörurnar eru hannaðar og þróaðar í Danmörku – innblásnar af skandinavískri fagurfræði og framleiddar með ást og virðingu fyrir fjársjóði náttúrunnar.