Lýsing
Lúlla dúkkan er svefnlausn ætluð börnum frá fæðingu. Dúkkan líkir eftir nærveru foreldris í slökun og spilar upptöku af hjartslætti og jóga öndun í 12 klukkustundir. Hönnun Lúllu byggir á rannsóknum sem sýnt hafa að nærvera bætir svefn, vellíðan og öryggi. Lúllu er ætlað að hjálpa börnum að sofa þegar foreldrar geta ekki sofið hjá þeim og hentar bæði fyrir lengri svefn á næturnar og fyrir hvíld á daginn. Inni í dúkkunni er tæki sem spilar upptöku af hjartslætti og andardrætti móður í slökun. Efnið í dúkkunni er lífrænt vottað. Dúkka sem eldist með barninu og verður besti vinurinn.
Dúkkan kemur í 3 litum: Ljósblátt / bleikt / fjólublátt
Sprotafyrirtækið RoRo sigraði í frumkvöðlakeppni Innovit um Gulleggið 2011. RoRo er viðskiptahugmynd Eyrúnar Eggertsdóttur sem hefur fundið upp tæki sem hjálpar ungbörnum að sofa betur, líða betur og eykur öryggi þeirra.