Lýsing
Kubus skálin er klassísk, stílhrein skál sem passar fyrir nammi, blóm, lyklana eða hvað sem þér dettur í hug. Hún er glæsileg á borði og stærðin á henni er 14×14 cm.
By Lassen framleiðir hönnun eftir tvo þekktustu arkitekta dana, bræðurna Mogens Lassen og Flemming Lassen. Lassen bræðurnir voru einstaklega hæfileikaríkir og hlutu þeir fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína og arkitektúr. By Lassen er fjölskyldufyrirtæki og er þekktast fyrir að framleiða Kubus kertastjakann sem hannaður var af Mogens Lassen árið 1962.