Lýsing
Bursti með skafti úr bambus og eru hárin gerð úr kókostrefjum, sem er efni úr kókosskelinni. Við mælum með að láta burstann alltaf þorna þannig að burstinn sjálfur snúi upp. Tilvalið er að nota burstann með Humdakin universal hreinsinum, kaupa hér, til að þrífa flísar eða nota til hreingerninga utandyra. Einnig er burstinn tilvalinn til þess að þrífa grænmeti og kartöflur.
Stærð: 15 x 7 cm.
Humdakin er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæða og nútímalegum hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar. Vörurnar eru margar 100% lífrænar og án allra aukaefna. Vörulínan er innblásin af dönskum ströndum og skógum, með meðvitund um áhrif á umhverfið og er meðal annars allur textíll gerður úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna. Humdakin línan inniheldur allskyns hreinsivörur, handsápur og handáburð ásamt gæða hekluðum viskastykkjum og borðtuskum gerðum úr 100% lífrænum bómull.