Lýsing
Gæða viskastykki með fiskamynstri sem kallast því skemmtilega nafni “Fiskastykki” Silfur hafsins litaði ekki aðeins hafið, það litaði lífið og efnahag landsins, skóp síldarstúlkur og síldarævintýri. Orð eins og dixilmaður, drífholt, peningalykt, brakkar og bryggjuball voru á allra vörum og tunnan sem saltað var í hafði ekki lok heldur efri og neðri botn.
Efni: 100% Bómull
Stærð: 50 x 70 cm
Hönnuður fiskastykkjanna, :Orn Smári dregur innblástur sinn úr hafinu. Ungur var hann sendur vestur á firði þar sem eðlileg afþreying fyrir unga drengi var að sitja saman á bryggjusporðinum og dorga. Að fara með frændum á smáum bát með utanborðsmótor að vitja grásleppuneta var hin mesta upplifun.