Lýsing
Skemmtilegt barna matarstell úr bpa fríu tritan plasti sem hefur sterka eiginleika og hentar þess vegna einkum vel fyrir yngstu kynslóðina. Settið inniheldur disk, skál og glas.
Design Letters er danskt fyrirtæki sem er búið að vera starfrækt síðan árið 2009. Design Letters framleiðir vörur skreyttar leturgerð Arne Jacobssen en hans hönnun á rætur sínar að rekja til ársins 1937. Design Letters vörurnar eru vel þekktar, þá sérstaklega bollarnir með bókstöfunum. Fyrirtækið er þó í stöðugri vöruhönnun og framleiðir nú skartgripalínu, mikið úrval af vörum fyrir börnin og annað sem fegrar heimilið.