Lýsing
3-laga svört fjölnota andlitsgríma með vír að ofan þannig að hægt er að aðlaga hana vel að andlitinu. Við mælum með að skola úr grímunni daglega eða eftir hverja dagsnotkun. Gott er að eiga 2 grímur til skiptanna.
Tekið af Covid.is:
Grímur eru mikilvæg viðbót við einstaklingsbundnar sóttvarnir, og nauðsynlegar þar sem erfitt er að virða fjarlægðarmörk. Munum að þær koma ekki í stað handþvottar og annarra sóttvarna.
Það er nauðsynlegt að nota grímuna rétt, annars gerir hún ekkert gagn og veitir falskt öryggi.
Gríman þarf að hylja bæði munn og nef til að stöðva dropasmit.
Margnota grímur þarf að þvo minnst daglega.
Það er mikilvægt að snerta grímurnar sem minnst og þvo hendur eða sótthreinsa eftir snertingu.
Þannig koma grímurnar að mestu gagni.
Við erum öll almannavarnir