fbpx

Moomin bollar sem hætta í framleiðslu.

Þegar Arabia hættir framleiðslu á Moomin bollum þá verða þeir í raun enn vinsælli og með tímanum verða bollarnir safngripir sem geta geymt þó nokkur verðmæti. Árlega koma alltaf nokkrir nýjir bollar sem eru bæði árstíðarbollar, þ.e.a.s. bollar sem eru framleiddir í stuttan tíma og svo bollar sem eru framleiddir í nokkur ár. Árstíðarbollarnir verða oftast verðmætari þar sem þeir eru framleiddir í minna magni en hinn venjulegi bolli. Því minna magn sem er framleitt af hverjum bolla því verðmætari verður hann.

Hér er t.d bolli sem var aðeins framleiddur í 400 eintökum og var hvert eintak númerað. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá veraldarvefnum hefur eintak af þessum bolla verið selt fyrir 5.000 evrur sem jafngildir um 760.000 íslenskum kr. á finnskri uppboðssíðu. Bollinn kom út árið 2004 og inniheldur Fazer auglýsingu sem birt var í tímaritinu Garm árið 1951.

Svo er bolli ekki alveg sama og bolli! Safnbollar sem framleiddir voru í Finnlandi á árunum 1981 – 2014, hafa kórónu “Crown” stimpil aukalega á botninum og eru þeir bollar sem hana bera oft með hærra verðmat heldur en þeir bollar sem eru alveg eins í útliti, en voru framleiddir í Tælandi og hafa einungis Moominsnáða með pensil á lofti á botninum. Þessir bollar eru hefðbundið tákn bollana sem framleiddir eru í dag. Það getur verið nokkra millimetra stærðarmunur á bollum sem framleiddir voru í Finnlandi og þeim sem nú eru í framleiðslu í Tælandi. Finnsku bollarnir geta verið örlítið smærri og fíngerðari. Einnig er stundum hægt að greina örlítinn mun á tónum í lit bollana. Hefðbundinn safnbolli með kórónu stimpli getur verið allt að tíu evrum verðmætari heldur en sá með Moominsnáðanum.

Ert þú ekki örugglega byrjuð / byrjaður að safna?

Hér fyrir neðan finnur þú þær Moominvörur sem eru hættar í framleiðslu eða hætta í framleiðslu á þessu ári og gætu því orðið verðmætar að nokkrum árum liðnum.

Við notum kökur til að bæta síðuna okkar. Geymdar eru kökur með heimsóknartölfræði sem eingöngu eru notaðar af Motivo.